Workshop/audition hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
Sunnudaginn næstkomandi, 15. febrúar, mun Leikfélag Hafnarfjarðar vera með workshop/audition fyrir næstu leiksýningu sína. Vinnubúðirnar verða frá kl. 13 – 17 í Gúttó, Suðurgötu 7, í Hafnarfirði. Sýningin verður devised uppsetning á einu frægasta verki franska absúrdismans; Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem er að góðu kunn fyrir allt mögulegt.
Valið verður í leikarahópinn eftir vinnubúðirnar. Æfingatímabil er frá 23. febrúar til 7. apríl. Æfingar verða á virkum kvöldum og um helgar.
Leikarar, söngvarar og tónlistarfólk allskonar er allt velkomið.
Ef þið viljið vera með, sendið þá póst á leikfelag@gmail.com