Vinnslan
Vinnslan #10 verður haldin þann 9. apríl í Tjarnarbíó!
Þetta verður sannkölluð listahátíð en um 30 listamenn og hópar sýna verk sín í vinnslu fyrir áhorfendur.
Vinnslan mun fylla leikhúsið af myndlist, lifandi tónlist, gjörningum, dansi, leikhúsverkum, videólist og fleiru!
Þau enda svo kvöldið með tónleikum og þá er tilvalið að dansa af sér veturinn!
Komdu og upplifðu það ferskasta sem er að gerast í listum í dag!
Dagskrá frá kl: 19:30-23:00
Húsið og barinn opna klukkustund áður en viðburður hefst.
Miðaverð er 2000 kr. og miðasala fer fram á Miði.is.