Vífið í lúkunum
Á nýju ári hófust æfingar hjá Leikfélagi Hörgdæla á leikverkinu með „Vifið í lúkunum“ eftir Ray Cooney. Leikverkið er gamanleikur af bestu gerð og fjallar um leigurbílstjóra sem heldur tvö heimili og tvær eiginkonur. Líkt og fyrirséð er kemst bílstjórinn í margvísleg vandræði við að viðhalda tvöföldu líferni sínu og spynnast inn í vef hans bráðskondnir karakterar. Átta leikarar eru í sýningunni, en leikstjórar sýningarinnar eru hjónin Margrét Sverrisdóttir og séra Oddur Bjarni Þorkelsson. Fyrirhuguð frumsýning er 4. mars og áætlað er að sýna allar helgar í mars.