VHS velur vellíðan
Uppistandshópurinn VHS snýr aftur á svið með glænýtt uppistand! Í þetta sinn leggur hópurinn áherslu á að bjóða gestum upp á nærandi kvöldstund, heilandi upplifun og níutíu mínútna hláturskast.
VHS hefur getið sér gott orð fyrir ferskt grín og metnaðarfullar sýningar. Síðasta sýning þeirra, VHS krefst virðingar, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó 2021-2022 og var um hríð vinsælasti viðburðinn á tix.is. Haustið 2022 frumsýndi hópurinn Fullveldisdagskrá VHS á RÚV en þátturinn vakti mikla athygli, hann er talinn einn vinsælasti fullveldisþáttur eftir grínhóp sem kom út það ár. Þau eru æst að komast aftur á svið með sína fjórðu sýningu.
Komdu í Tjarnarbíó og láttu róna flæða yfir þig á meðan þú horfir á ferskasta uppistand ársins. VHS velur vellíðan og býður þér að vera með.
Sýningin er í boði Símans.
VHS hrindir árinu af stað með upphitunarsýningum, þar sem góðir gestir leysa Vigdísi Hafliðadóttur af hólmi og áhorfendum býðst að sjá sýninguna þróast og verða til, þar sem að sýningin er enn í mótun er miðaverð lægra.
Formleg frumsýning er svo 25. febrúar.
VERÐ Á UPPHITUNARSÝNINGU ER 3500kr.
VHS:
Vilhelm Neto, Vigdís Hafliðadóttir, Hákon Örn Helgason og Stefán Ingvar Vigfússon.