Vertu úlfur sýnd í 100. sinn | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Vertu úlfur sýnd í 100. sinn

    Verðlaunasýninging Vertu úlfur nær þeim merka áfanga að telja yfir 100 sýningar.
    • Merk og afar fátíð tímamót þegar verk er sýnt í 100.sinn á Stóra sviðinu
    • Verk sem hefur haft mótandi áhrif á samfélagsumræðu um Geðheilbrigðismál
    • Allur ágóði af sölu vínilplötu með tónlist úr sýningunni verður afhentur Geðhjálp við þetta tækifæri
    • Einungis eitt eintak er eftir af plötunni og verður það selt á uppboði innan skamms
    • Vertu úlfur sópaði til sín Grímuverðlaunum og var meðal annars valin sýning ársins 2021

    Þeim merku tímamótum verður náð í kvöld að sýningin Vertu úlfur verður sýnd í 100. sinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Við það tækifæri munu aðstandendur sýningarinnar afhenda Geðhjálp allan ágóða af sölu vínylplötu sem var gefin út í tengslum við sýninguna. Einungis voru framleidd 39 eintök af plötunni en hún var seld í framhaldi vitundarvakningar Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem bar heitið 39. Átakið vísaði í meðaltalsfjölda þeirra karlmanna á Íslandi sem taka sitt eigið líf árlega. Á plötunni eru tvö lög úr sýningunni: Titillag eftir Emilíönu Torrini og Markétu Irglova og lagið Kötturinn vill inn, sem Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) samdi við sama texta.

    Sýningin Vertu úlfur hefur hreyft rækilega við áhorfendum og nú verið sýnd fyrir fullu húsi tvö leikár í röð.   Afar fátítt er að sýningin sé sýnd yfir 100. sinnum á Stóra sviðinu og aldrei hefur það gerst áður að sýning af því tagi sem Vertu úlfur er, sé sýnd svo oft.   Sýningin hlaut sjö Grímuverðlaun: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins. Titillag sýningarinnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki.  Fyrir ári var haldið málþing um sýninguna og málaflokkinn, sýningin er nú lesin í fjölda framhaldsskóla og í efstu bekkjum grunnskóla og óhætt er að segja að sýningin hafi vakið rækilega athygli á þessum málaflokki.

    Unnur Ösp Stefánsdóttir skrifaði leikgerðina upp úr samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar og leikstýrir, en Björn Thors fer með eina hlutverk verksins.

    Vertu úlfur hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu. Héðinn Unnsteinsson hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
    Bók hans, Vertu úlfur, vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!