Vera og vatnið
Barnasýning ársins á Grímunni 2016 – sýnd aftur vegna mikilla vinsælda!
Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.
Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.
Sýningar:
9. okt kl. 15:00
16. okt kl. 15:00
Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.
Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
Dans: Tinna Grétarsdóttir
Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir