Útsending í Þjóðleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Útsending í Þjóðleikhúsinu

    Eftir Lee Hall, byggt á kvikmyndahandriti eftir Paddy Chayefsky  Leikstjórn Guðjón Davíð Karlsson

    Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna, sem hefur slegið rækilega í gegn í London og New York

    Fréttamanninum Howard Beale er sagt upp eftir tuttugu og fimm ára starf hjá sömu bandarísku sjónvarpsstöðvakeðjunni. Áhorfið þykir of lítið. Hann tilkynnir áhorfendum að eftir viku muni hann svipta sig lífi í beinni útsendingu og skyndilega er fréttaþátturinn hans orðinn miðpunktur athyglinnar. Sjónvarpsstöðin þarf á auknu áhorfi að halda og Howard er leyft að halda áfram á skjánum. Hann fer að tjá sig reglulega í beinni útsendingu um grimmdina í heiminum, hræsnina og blekkingarnar í þjóðfélaginu og hvetur fólk til að rísa upp.

    Spennandi leikrit sem vekur fjölda spurninga um vald fjölmiðla og áhrif þeirra á líf fólks. Nýta fjölmiðlar sér skeytingarlaust mannlega harmleiki og andlegt ójafnvægi fólks í samkeppni sinni um æsilegasta efnið? Eða er einmitt mikilvægt að raddir reiðinnar og sársaukans fái að hljóma hindrunarlaust?

    Sýning Breska þjóðleikhússins, sem var á fjölunum bæði í London (2017-18) og New York (2018-19), sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Bryan Cranston (Breaking Bad) hlaut fimm virt leiklistarverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu, meðal annars Laurence Olivier og Tony verðlaunin.

    Leikrit Lee Halls er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Network (leikstjórn: Sidney Lumet, handrit: Paddy Chayefsky).

    Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!