Útlenski drengurinn
Dóri litli er settur í skyndipróf í lestri sem verður til þess að hann missir ríkisfangið og er kyrrsettur á skólabókasafninu. Af hverju skilur hann enginn lengur? Af hverju má hann ekki borða sitt eigið nammi? Hver er þessi Ugla og hvað gengur aðstoðarskólastjóranum eiginlega til? Drepfyndið, óútreiknanlegt og mikilvægt nýtt íslenskt leikrit fyrir stálpaða krakka og aðrar hugsandi verur. Glenna er nýr leikhópur sem hefur það að markmiði að gera framsækið og vandað leikhús fyrir yngri áhorfendur.