Unnur Ösp Stefánsdóttir – All you need is love…
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Leikkona. Er að leika Nóru i Dúkkuheimilinu og Írisi í Er ekki nóg að elska? Hvort tveggja í Borgarleikhúsinu.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Hrútur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Skáld og óperusöngkona.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Jákvæð en óstundvís.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Sjávarréttir og íslensk kjötsúpa.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Sá Ofsa og fannst hún ofsalega góð.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Kvikmyndir, ferðalög og matarboð í góðra vina hópi (ef það telst til áhugamála)
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Nick Cave, Jeff Buckley, John Grant, Radiohead, Bach, Björk, Tinu Dickow, Gus Gus ofl ofl…
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fátt en þá helst hroki, yfirlæti og mannfyrirlitning.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Snæfellsnesið og Ásbyrgi.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Torgin í Flórens og mannlífið á götum New York.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Kött.
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Bað.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Glöð.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
all you need is love…