Ungleikur leitar af verkum
Ungleikur er sjálfstæður leikhópur ungskálda og ungra leikara. Á hverju ári endurnýja þau leikhópinn og hafa því allir á aldrinum 16-25 möguleika á því að komast í Ungleik.
Nú leitar Ungleikur af leikverkum. Ef þú vilt sjá leikverk eftir þig á sviði þá er Ungleikur fullkominn vettvangur fyrir það. Leikverkin mega vera 7-15 bls. Skilafrestur er 9. september. Verkin skulu sendast á ungleikur@gmail.com.
Í dómnefnd er Þorvaldur S. Helgason, Hrafnhildur Hagalín og Guðmundur Felixsson.