Undraveröld leikhússins
Í þessari viku munu rúmlega 1600 börn fædd 2009 koma í heimsókn í Borgarleikhúsið og munu þau fá fjöruga innsýn í undraveröld leikhússins auk þess sem skemmtilegar persónur úr leikhúsinu skjóta upp kollinum og spjalla við þau um leikhúsið.
Sýning er á stóra sviði Borgarleikhússins, hefst kl 10 og er í 35 mínútur. Fyrsta sýningin fór fram í morgun en næstu sýningar eru á morgun þriðjudag, miðvikudag og föstudag.
Meðfylgjandi er mynd frá sýningunni í morgun.