Tvær myndir á Stockfish og ein í bígerð | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Tvær myndir á Stockfish og ein í bígerð

    Framleiðandinn Eva Sigurðardóttir þreytir frumraun sem leikstjóri.
     
    Askja Films er ungt kvikmyndafyrirtæki í eigu Evu Sigurðardóttur, en
    fyrirtækið framleiðir meðal annars tvær stuttmyndir á kvikmyndahátíðinni
    Stockfish, sem fram fer um þessar mundir í Bíó Paradís. Einungis fimm
    myndir urðu fyrir valinu í keppnina um bestu íslensku stuttmyndina á Stockfish
    og eru tvær af þeim framlög frá Askja Films. Um er að ræða annars vegar
    myndin Foxes, sem leikstýrt er af spænska leikstjóranum Mikel Gurrea, og
    hins vegar The Substitute, í leikstjórn Nathan Hughes-Berry.
     
    Sýningar á Foxes og The Substitute verða í Bíó Paradís á eftirfarandi tímum:
    Þriðjudagurinn 24. febrúar, kl. 20 í sal 1 (sérstök Q&A sýning)
    Föstudagurinn 27. febrúar kl. 22 í sal 2
    Sunnudagurinn 1. mars kl. 16 í sal 1

     
    Foxes – Teaser: https://vimeo.com/120052171
    The Substitute – Trailer: https://vimeo.com/108406139
     
    Eva Sigurðardóttir hefur framleitt fjölda stuttmynda auk annarra verkefna og
    m.a. verið tilnefnd til hinna virtu BAFTA verðlauna fyrir framleiðslu á
    stuttmyndinni Good Night árið 2013. Í lok mars mun Eva Sigurðardóttir þreyta
    frumraun sína sem leikstjóri með stuttmyndinni Regnbogapartý. Myndin fjallar
    um Soffíu, 14 ára stelpu, sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla
    í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það dregur
    stærri dilk á eftir sér en hana hafði grunað. Eva Sigurðardóttir skrifar einnig
    handritið á myndinni en þetta er í fyrsta sinn sem Askja Films framleiðir mynd
    sem tekin er upp á Íslandi.
     
    Regnbogapartý Teaser: https://vimeo.com/105820441
     
    Regnbogapartý er gerð í samstarfi við Saga film með styrk frá KMÍ:
    Stuttmyndin Regnbogapartý sem verður tekin í lok mars fær stuðning og
    meðbyr úr ýmsum áttum. Eva fór til Cannes á síðasta ári og sigraði þar pitchkeppni
    SHORTS-TV og hlaut 5.000 evrur fyrir sem nýtist í framleiðslu
    myndarinnar. Einnig var handritið að Regnbogapartý valið í Doris Films
    verkefnið sem er á vegum WIFT á Íslandi. Myndin er framleidd í samstarfi við
    Saga film en einnig styrkt af Evrópu unga fólksins og Kvikmyndamiðstöð
    Íslands. Þess utan hlaut myndin framleiðslustyrk frá Bretlandi í gegnum Film
    London þar sem að verkefnið var valið úr hundruðum annara í gegnum
    London Calling keppnina.
     
    Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Askja films
    www.facebook.com/askjafilms og heimasíðunni www.askjafilms.com



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!