Tröll í Hofi
Poppý og Braggi ferðast til Böggabæjar í leiðangri til a bjarga vinum sínum úr klóm böggana sem trúa því að ef þau borða tröllin þá verða þau hamingjusöm. Á leið sinni hitta þau alls kyns verur og lenda í ýmsum ævintýrum á leið sinni til og í Böggabæ. Poppý er glaðleg og hress trölla prinsessa sem elskar ekkert meira en að syngja og vera með vinum sínum. En Braggi er andstæðan við Poppý, hann er fúll og áhyggjufullur tröllastrákur sem er alltaf hræddur um að verða étinn af böggum.
Tröll er leikverk sett upp af Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri og verður frumsýnt í Hofi þann 16. febrúar næstkomandi. Tröll er leikstýrt af Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur. Innblásturinn kom frá frægu myndinni Trolls sem var gefin út árið 2016. Þær Kolbrún og Jokka G. Birnudóttir hafa unnið hörðum höndum í allt sumar við skrif á handritinu og er þetta í fyrsta skipti sem þetta verk er sett upp hér á landi.