Tjarnarbíó vill stækka við sig | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Tjarnarbíó vill stækka við sig

    Úr sýningunni Blóðuga kanínan sem sýnd var í Tjarnarbíói

    Tjarn­ar­bíó og SL (Banda­lag sjálf­stæðra leik­húsa) hafa sett af stað sam­fé­lags­miðlaher­ferð til að vekja at­hygli á að Tjarn­ar­bíó, heim­ili sjálf­stæðra sviðslista og helsta sýn­inga- og vinnu­rými sjálf­stætt starf­andi at­vinnu­leik­hópa, hafi ekki leng­ur burði til að sinna allri sen­unni.

    Fram kem­ur í til­kynn­ingu að á síðustu árum hafi sviðslista­fólki fjölgað veru­lega á Íslandi og fjöl­breytni auk­ist. Óperu­hóp­ar, sirku­slista­hóp­ar, uppist­ands­hóp­ar, dans­leik­hóp­ar, improv­hóp­ar, kaba­rett­hóp­ar, drag-hóp­ar og sviðlista­hátíðir hafi bæst við flór­una, þar sem fyr­ir voru leik- og dans­hóp­ar.

    „Lausn­in er ekki langt und­an. SL og stjórn Tjarn­ar­bíós leggja til að Reykja­vík­ur­borg svari þessu kalli lista­fólks með því að leggja þeim til hús­næðið við hliðina á Tjarn­ar­bíói, sem get­ur mætt öll­um þörf­um þess­ar­ar ört vax­andi senu, en í Tjarn­ar­bíói starfa í um 250 at­vinnusviðslista­menn á þessu leik­ári,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

    Stærra hús­næði Tjarn­ar­bíós myndi svara knýj­andi þörf um eft­ir­far­andi:

    • Æfingaaðstaða
    • Geymslupláss fyr­ir leik­mynd­ir
    • Skrif­stofu­rými fyr­ir starfs­fólk
    • Stúd­íó­rými fyr­ir lista­fólk til að þróa verk sín
    • Aðstaða til leik­list­ar­kennslu fyr­ir börn og full­orðna
    • Bætt aðstaða fyr­ir leik­hús­gesti

    „Þessu til viðbót­ar er nauðsyn­legt að byggja annað svið yfir þessa ört stækk­andi og sí fjöl­breytt­ari senu. Þar er hent­ug lausn að byggja yfir portið bak við Tjarn­ar­bíó. Þar er kjörið rými fyr­ir annað svið með 100 áhorf­enda sal, sem ólíkt væri hinu sviði Tjarn­ar­bíós að stærð og lög­un. Það myndi þjóna vel fjölda sviðsverka sem nú­ver­andi sal­ur hent­ar illa fyr­ir og gera Tjarn­ar­bíói kleift að sinna hlut­verki sínu með sóma,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!