Tímans Gestur í FG
Leikfélagið Verðandi, leikfélag Fjölbrautarskólans í Garðabæ ætlar að setja upp barnaleikritið Tímans Gestur til að styrkja menningarleg tengsl við yngri nemendur í grunnskóla ásamt því að vera fjáröflun fyrir söngleikinn South Park: Bigger, Longer & Uncut sem er í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Söngleikurinn verður frumsýndur í febrúar 2016.
Tímans Gestur er barnaleikrit eftir Reginn Tuma Kolbeinsson, Urði Bergsdóttur og Unni Agnesi Níelsdóttur. Aðeins nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ koma að sýningunni. Verkið fjallar um ferðalanginn Gest, hann ferðast í gegnum tímann í kistu sem ung stelpa að nafni Emilía á. Eitt kvöld hittast þau og Gestur býður henni með í ferðalag, saman ferðast þau í gegnum tímann, þau hitta t.d. risaeðlur, vonda drottningu, dreka og fara meðal annars á tunglið. Leikstjóri er Unnur Agnes Níelsdóttir. Tíu leikarar eru í sýningunni og bregða þau sér í ýmis hlutverk. Leikverkið verður frumsýnt þann 24. október næstkomandi.
Tímans Gestur er bráðskemmtilegt og ævintýralegt leikrit sem hentar öllum börnum frá 1.-7. bekk í grunnskóla.
Fleiri upplýsingar um sýningartíma og leikfélagið sjálft má finna á facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/verdandi?fref=ts