Þóra Karítas Árnadóttir hlakkar til ársins 2015!
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Um þessar mundir er ég að framleiða stuttmynd sem ber titilinn Regnbogapartý og er eftir Evu Sigurðardóttur, sjá um kynningarstörf fyrir Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu á næstunni og að leggja lokahönd á leyniverkefni sem afhjúpast með vorinu.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Sporðdreki og Vog – Á mörkum…
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég velti fyrir mér læknisfræði, sálfræði og lögfræði þegar ég var um tvítugt og mátaði mig í hin ýmsu störf og lærði guðfræði, en komst að því að mig langaði að starfa við listir; verða leikstjóri, höfundur, leikari eða kvikmyndagerðarkona…
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Skipulagt kaos.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri vegan en hef ekki náð þeim punkti…önd með þunnum pönnukökum og agúrkum kemur upp í hugann og kalkúnn…
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Ég sá síðast æfingu á nýju verki eftir Kristínu Eiríksdóttur sem tilnefnd var fyrir skemmstu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið heitir Hystory og vísar titilinn í kvennasöguna en verkið fjallar um þrjár vinkonur sem eru ekki vinir á facebook og hafa ekki hist í 25 ár. Þær gera upp fortíðina með mjög eftirminnilegum hætti en verkið er uppfullt af ísköldum hversdagshúmor. Það er alltaf gaman að fylgjast með nýju íslensku verki eftir góða höfunda verða til í meðförum hæfileikaríks leikhóps.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Náttúruupplifanir, heit böð, næturdraumar, flæðiskrif o.fl.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Popp, rokk og klassík…
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Það fer eftir því hvort átt er við miðtaugakerfið eða úttaugakerfið og þá viltaugakerfið eða dultaugakerfið? Líklega eru áföll og streita verst fyrir kerfið sem og hugarbreytandi efni. Jafnvel kaffi og of mikill sykur geta stuðað taugarnar í næmu taugakerfi…
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Skjálfandafljótið er ægifagurt.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
London og Krít en sólarstaðir koma sterkir inn í augnablikinu.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Kvöldin.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Lesa.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Bað.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Supercalifragilisticexpialidocious.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég hlakka til ársins 2015 – það er rétt að byrja…