Þjóðleiksverkefnið til Grænlands og Færeyja | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Þjóðleiksverkefnið til Grænlands og Færeyja

    Þjóðleikur

    Samstarf þjóðleikhúsa nágrannaeyþjóða á norðurslóðum. Þjóðleiksverkefnið stækkar stöðugt.

    Leiklistarverkefnið Þjóðleikur hefur nú verið haldið að frumkvæði Þjóðleikhússins í samstarfi við aðila á landsbyggðinni fimm sinnum, og gengið afar vel, en sífellt fjölgar þeim landshlutum sem taka þátt. Leikhópum ungs fólks á aldrinum 13-20 ára er boðið að setja upp eitt af þremur nýjum leikverkum sem skrifuð eru sérstaklega fyrir Þjóðleik í hvert sinn. Við uppsetninguna njóta ungmennin stuðnings fagaðila í Þjóðleikhúsinu í formi námskeiða, bæði í Þjóðleikhúsinu og í heimabyggð, og lýkur verkefninu með leiklistarhátíð í viðkomandi landshluta.

    Nú er unnið að því að Þjóðleikur nemi land á Grænlandi og í Færeyjum, en fulltrúar Þjóðleikhússins og þjóðleikhúsa Grænlands og Færeyja hafa unnið að undirbúningi verkefnisins allt frá hausti 2016. Af hálfu Þjóðleikhússins eru það Vigdís Jakobsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson sem hafa haft umsjón með samstarfinu.

    Haustið 2016 var verkefnið kynnt á Íslandi fyrir fulltrúum Grænlands og Færeyja, Jenny C. Petersen frá Tjóðpalli Føroya og AneMarie Ottosen frá Þjóðleikhúsi Grænlands – Nunatta Isiginnaartitsisarfia . Vinnusmiðja var haldin í Nuuk í apríl á þessu ári en hana sóttu, auk Vigdísar og Björns Inga, Susanne Andreasen, listrænn stjórnandi grænlenska þjóðleikhússins, AneMarie Ottosen, Najattaajaraq Joelsen, Carla Villadsen, Aputsiaq Brandt, Susanne Engel og Naja Dyrenholm Graugaard. Í kjölfarið var haldin vinnsmiðja í Þórshöfn í maí en hana sóttu, auk Björns Inga, Jenny C.  Petersen leikhússtjóri, Hans Tórgard og Gunnvá Zachariasen. Áfram verður unnið að undirbúningi næsta sumar, en þá mun Björn Ingi Hilmarsson sækja leiklistarhátíð áhugafélaga á Grænlandi, og er vonast til að Þjóðleiksverkefninu verði hrundið af stað hjá grannþjóðum okkar hið allra fyrsta.

    Verkefnið er styrkt af Nordisk Kulturfond.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!