Þitt eigið leikrit
Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda. Nú er komið að þér að stjórna framvindunni í þínu eigin leikriti!
Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?
Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!
Aldursviðmið: 6-12 ára.
Ódýrara í annað sinn.
Ef þú vilt freista þess að sjá aðra útgáfu af sýningunni, mundu þá að þú færð þúsund króna afslátt ef þú kemur aftur. Þá þarftu bara að framvísa miða á sýninguna í miðasölu