Þar sem Djöflaeyjan rís | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Þar sem Djöflaeyjan rís

    Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leiksýninguna Þar sem Djöflaeyjan rís.  Föstudagskvöldið 15. mars við mikið lof áhorfenda. 

    Árið 1947 fór Bandaríski herinn frá Íslandi og braggahverfin sem hermennirnir bjuggu í í Reykjavík urðu að íbúðarhverfum þar sem um 600 íslendingar bjuggu. Höfundurinn Einar Kárason skrifaði skáldsögur um þessa tíma og hverfi, seinna skrifar Kjartan Ragnarsson leikgerð út frá þeim sögum og leikritið kallað „Þar sem Djöflaeyjan rís“ sem sett var upp 1987 af Leikfélagi Reykjavíkur og síðar kom vinsæla kvikmyndin „Djöflaeyjan“ út árið 1996.

    Í sögunni er farið yfir fjölskyldu Línu spákonu sem býr í Thule-kamp braggahverfinu ásamt Tomma kaupmanni og barnabörnum hennar þeim Dollí, Badda og Danna. Móðir barnanna, Gógó flytur til Bandaríkjanna og systkinin verða eftir en seinna býður hún strákunum til Ameríku. Eftir að þeir koma heim snýst allt á hvolf. Sýningin fer vel í það hvernig það var að búa undir þessum erfiðu en áhugaverðu aðstæðum í braggahverfinu.

    Leikfélag Keflavíkur fær þann heiður að „djöflast“ við að sýna þessa klikkuðu sýningu „Þar sem Djöfaleyjan rís“ í Frumleikhúsinu. Frábær leikhópur stígur á svið og sýnir u.þ.b. þrisvar í viku og skemmtir sér við að skemmta ykkur með söng, dans, loftfimleikum og stórklassa leik!  

    Leikarahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af reyndum leikurum en jafnframt einstaklingum sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviði. Það eru 14 einstaklingar sem leika í sýningunni. Árni Grétar Jóhannsson leikstýrði verkinu en hann hefur mikla reynslu í áhugaleikhúsum og leikstýrði m.a. sýningunni Rocky Horror hjá Leikfélagi Vestmannaeyja sem hlaut titilinn Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins í fyrra. 

    Sýningar fara fram í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, í Reykjanesbæ.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!