Sýningum lýkur í febrúar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar sem sýnd er á Nýja sviði Borgarleikhússins lýkur í febrúar. Leikarar eru þau Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Eysteinn Sigurðarson.
Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt – eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.
Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið “Hver er hræddur við Virginíu Woolf?” var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hefur meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang.
Aðstandendur Höfundur: Edward Albee | Þýðing: Salka Guðmundsdóttir | leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson | Leikmynd: Gretar Reynisson | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Tónlist: Margrét Kristín Blöndal |Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen | Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir.