Sýningum á Tímaþjófinum lýkur um helgina
Tímaþjófurinn hlaut frábærar viðtökur á síðasta leikári og fimm tilnefningar til Grímunnar. Nú hefur verið bætt við örfáum aukasýningum.
Í þessari óvenjulegu og heillandi sviðsetningu öðlast hin ástsæla skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur nýtt líf. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.
Tímaþjófurinn er einstakt verk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.
Tímaþjófurinm hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar, eða sem leikrit ársins, fyrir leikstjórn, dans- og sviðshreyfingar búninga og hljóðmynd.