Sýningar gætu hafist síðsumars eða í haust! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Sýningar gætu hafist síðsumars eða í haust!

    Listafólk gleðst yfir fréttum um að tveggja metra reglan verði ekki ófrávíkjanleg eftir tuttugasta og fimmta maí. Borgarleikhússtjóri sér fram á að geta haft leiksýningar í haust. Skipuleggjandi tónleika segir að ef reglan gilti áfram væri það dauðadómur yfir nánast öllum viðburðum.

    Næstu tilslakanir á samkomubanni verða 25. maí. Eftir það verður hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman hækkaður í minnst hundrað manns og tveggja metra reglan verður ekki ófrávíkjanleg. Sóttvarnalæknir áréttaði þetta á fundi almannavarna í gær. 

    „Það er ljóst af umræðunni að okkur, og þá kannski mér, hefur mistekist að útskýra í hverju þessi regla felst og vil ég biðjast afsökunar á því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í gær. „Almennt verður slakað á þessari reglu,“ segir Þórólfur. Aftur á móti sé mælst til þess að hver og einn viðhafi hana eftir fremsta megni sem hluta af einstaklingssmitvörnum.

    Engu minna áfall fyrir menningargeirann en ferðaþjónustuna
    Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, segir þetta skipta gríðarlega miklu máli. „Við vorum öll í panikki yfir því að tveggja metra reglan yrði hörð, ófrávíkjanlega regla út árið, sem er í raun og veru hálfgerður dauðadómur yfir öllu viðburðarhaldi,“ segir Ísleifur. 

    Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri tekur í sama streng. „Þetta var alveg blaut tuska framan í okkur þarna þegar það var sagt að tveggja metra reglan myndi gilda út árið hið minnsta, vegna þess að þetta er náttúrulega engu minna áfall fyrir menningargeirann en þetta er fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Brynhildur.

    Brynhildur fagnar því að reglan verði ekki ófrávíkjanleg. Hún sér þó ekki fram á að geta haft leiksýningar fyrr en í haust, þar sem reksturinn standi ekki undir sér ef áhorfendur eru innan við hundrað.     

    Ísleifur segir að Sena sé með fyrirhugaða viðburði í ágúst. „Það var búið að aflýsa öllu fram að því. Og svo verður nóg að gera út árið, við ætlum að gera Dívur, Iceland Airvaiwes, Jólagesti, og þetta náttúrulega bara bjargar jólavertíðinni.“

    Óvíst hvernig fjölda- og fjarlægðartakmarkanir verða útfærðar á viðburðum
    Nákvæmlega hvernig þetta verður útfært liggur ekki fyrir. Brynhildur segir að stjórnendur menningarstofnana eigi fund með almannavörnum á morgun. „Þá bara vonum við að við fáum skýrari leiðbeiningar hvað varðar haustið, hvenær við komumst af stað með – vonandi – eðlilegum hætti.“

    Ísleifur veltir fyrir sér hvort hægt væri að hafa afmarkaðan hluta í sal eða hluta af sætaframboði fyrir fólk sem kýs að halda tveggja metra fjarlægð. Hann hyggst bera þetta undir almannavarnir fyrir hönd tónleikahaldara. „Okkur langar bara að fá þetta á hreint. Við viljum hlýða Víði eins og aðrir,“ segir Ísleifur.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!