Sýning um INUK | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Sýning um INUK

    Inúk leikhusSÝNING UM INUK opnuð á laugardaginn í forsal Þjóðleikhússins.

    Þjóðleikhúsið minnist þess að á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að sýningu Þjóðleikhússins INÚK – MAÐURINN var boðið á leiklistarhátíðir víða um heim.

    Frumsýningin á Íslandi var árið 1974, en sýningar urðu alls 231 næstu fjögur árin og áhorfendafjöldi samtals 51.401. Sýningarnar erlendis urðu 109 talsins, í 36 borgum í 29 þjóðlöndum, fyrir 28.772 áhorfendur. Á 65 ára afmælisári Þjóðleikhússins vill leikhúsið minnast sigurgöngu INÚKS með sýningu þar sem gefur að líta brot af sögu sýningarinnar, ljósmyndir, búninga, muni og sjónvarpsmynd Brynju Benediktsdóttur um tilurð sýningarinnar og Grænlandsferð hópsins.

    Brynja Benediktsdóttir var leikstjóri sýningarinnar og Haraldur Ólafsson skráði textann. Leikarar í sýningunni voru, auk Brynju, Kristbjörg Kjeld, Helga E. Jónsdóttir, Ketill Larsen og Þórhallur Sigurðsson.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!