Stúfur snýr aftur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Stúfur snýr aftur

    Stúfur snýr aftur 1

    Stúfur snýr aftur í Samkomuhúsið í desember

    Um síðustu jól sýndi Stúfur jólasýningu sína Stúfur við frábærar viðtökur í Samkomuhúsinu  og snýr nú aftur með nýja leiksýningu Stúfur snýr aftur  sem frumsýnd verður þann fyrsta desember. Hann hefur notað tímann vel eftir síðustu jólavertíð og meðal annars æft sig að spila á hljóðfæri, stundað þrotlausa líkamsrækt og smurt raddböndin. „Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur“  segir Stúfur og bætir við: „Ég elska leikhúsið því það er svona staður sem barasta allt getur gerst!“  Í Stúfur snýr aftur sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið aftur í Samkomuhúsið og er núna í óða önn að æfa lagið sitt “Jólalagstúfur” og gera tilraunir með að baka hinn fullkomna kanelsnúð, en Stúfur ætlar að gefa öllum sem koma á sýninguna „kanilstúf”.  „Mér þykir gaman að baka og það finnst mér vera róandi þegar maður er jólaórói en það er líka gott að syngja og ég er búin að semja nýtt lag fyrir sýninguna“. Stúfur snýr aftur  er jólaleg jólasýning fyrir rollinga, gamlingja og allt þar á milli, samt mest fyrir snillinga.  Norðurorka er bakhjarl sýningarinnar og gerir Leikfélagi Akureyrar og Stúf kleift að sviðsetja þessa bráðhressandi sýningu. Stúfur snýr aftur er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá Menningarfélags Akureyrar  fyrir ungt fólk og börn.

    Stúfur snýr aftur er samstarfsverkefni Stúfs og Leikfélagsins og er 324 verkefni Leikfélags Akureyrar. Leikstjórn, meðhöfundar og sérstakir uppalendur Stúfs: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson

    Um Leikfélag Akureyrar

    Leikfélag Akureyrar varð hundrað ára þann 19. apríl síðastliðinn og er því sprellfjörugur öldungur. Saga félagsins er algerlega samofin sögu þess samfélags sem það sprettur úr, fyrst sem áhugaleikhús og svo sem atvinnuleikhús. Leiksýningar félagsins hafa orðið l fyrir áhorfendur heima og handan heiða. Auk þess hefur félagið gert strandhögg með sínar leiksýningar í höfuðborginni við frábæran orðstír.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!