Stúart Litli
Stúart Litli er glænýr fjölskyldusöngleikur stútfullur af söng og dansi með splunkunýrri tónlist eftir Valgeir Skagfjörð.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart Litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd eftir Rob Minkoff.
Blær vill ekkert meira í heiminum en að eignast lítinn bróður. Friðrik Kríli og Nóra Kríli kynnast lítilli mús að nafni Stúart, kolfalla fyrir honum og ættleiða hann. Blær og heimiliskötturinn Snjói verða hins vegar ekki sátt við nýja fjölskyldumeðliminn. Við fylgjumst með Stúart takast á við ýmsar áskoranir og lenda í skemmtilegum ævintýrum.
Sýningin er frumsýnd 5.nóvember og verður sýnd alla sunnudaga í vetur kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu. Miðaverð er 2.900 krónur og hægt er að panta miða í síma 566 7788.
Frumsýning 5.nóvember kl 18:00 UPPSELT
2.sýning 7.nóvember kl 16:00
3.sýning 14.nóvember kl 16:00
4.sýning 21.nóvember kl 16:00
5.sýning 28.nóvember kl 16:00
6.sýning 5.desember kl 16:00