Stóraukið samstarf Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Stóraukið samstarf Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar

    • Gestasýningar á milli leikhúsanna verða fastir árvissir viðburðir
    • Samstarf um uppsetningar sem sýndar verða á Akureyri og í Reykjavík
    • Aukið faglegt samstarfs á milli fagfólks meðal listamanna og tæknimanna

    Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, skrifuðu nýverið undir samkomulag um stóraukið samstarf menningarstofnananna tveggja. Samkomulagið kveður á um fjölgun gestasýninga, sameiginlegar uppsetningar og  miðlun þekkingar á milli starfsfólks .

    Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar ætla á næstu árum að stórauka samstarf á milli stofnananna með það að markmiði að efla leiklist í landinu, stuðla að auknu flæði á milli landshluta, auka verðmætasköpun beggja stofnana, gera sýningar hvors leikhúss aðgengilegar stærri áhorfendahópi, miðla þekkingu og skapa fjölbreytni.

    Samkomulagið er fjórþætt. Leikhúsin munu sýna gestasýningar a.m.k. einu sinni á ári hvort hjá öðru. Í öðru lagi munu þau sameinast um að framleiða eina sýningu sem verður sett upp á báðum stöðum. Í þriðja lagi felur samkomulagið í sér möguleika á láni á búningum, leikmunum og tæknibúnaði á milli húsanna eftir því sem aðstæður leyfa. En síðast en ekki síst munu verða aukin tækifæri fyrir starfsfólk húsanna til að auka samvinnu sín á milli og miðla þekkingu, og lista- og tæknifólk mun í einhverjum tilfellum geta starfað við verkefni í báðum leikhúsum.

    Á leikárinu mun Þjóðleikhúsið sýna Upphaf eftir David Eldridge á Akureyri og stefnt er að sýningu á Vorið vaknar í uppsetningu LA á næsta ári. Þá munu leikhúsin vinna sameiginlega að uppsetningu á Krufning sjálfsmorðs eftir Alice Birch.

    „Þjóðleikhúsið er leikhús allra landsmanna og við stefnum að því að fjölga leikferðum um landið. Samhliða viljum við auka enn samstarf við Leikfélag Akureyrar og auka sýningarhald á Akureyri. Það er trú okkar að þetta samkomulag muni verða til þess að efla leiklist í landinu öllu og við viljum gjarnan styðja við starfsemi leikhúss á Akureyri. Með þessu samkomulagi er opnað fyrir aukið samstarf, sýningarhald og þekkingarmiðlun. Það er líka tilhlökkunarefni að geta boðið höfuðborgarbúum upp á vönduðustu sýningarnar frá Akureyri.  Þetta er mikið tilhlökkunarefni“ sagði Magnús Geir við þetta tækifæri.

    „Við á Akureyri erum afar spennt fyrir auknu samstarfi við Þjóðleikhúsið og sjáum í því mikil tækifæri bæði varðandi miðlun þekkingar og samvinnu og líka að þarna fáum við tækifæri til að stækka okkar markað og ná til fleiri áhorfenda. Samstarf þessara stofnanna eykur slagkraft og stuðlar að fjölbreytni“ segir Marta Nordal.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!