Stertabenda – lokasýning
Lokasýning á Stertabendu.
Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu
Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Verkið hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.
Sýningar :
3. nóvember.
MIÐASALA :
https://tix.is/is/event/
Stertabenda er hárbeitt og meinfyndin rannsókn á starfi leikarans og eðli sviðsetningar; og um leið óvægin atlaga að hugmyndinni um íslenska þjóðarsál.
Erum við ennþá best í heimi?
Fjórir stjörnuleikarar Stertabendu keppast við að koma út á toppnum, sigra sýninguna og vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum – enda má allt í ást og leikhúsi.
Ath. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.
——
Verkið heitir Perplex á frummálinu og var frumsýnt í Schaubühne árið 2010, í leikstjórn höfundarins, Marius von Mayenburg.
Íslensk þýðing, leikgerð og leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba (Maja) Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson
Tónlist: Hljómsveitin Eva