Spennandi dagskrá hjá Útvarpsleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Spennandi dagskrá hjá Útvarpsleikhúsinu

    utvarps stór

    Sunnudaginn 3. maí kl. 13:00 verður leikritið …OG SVO HÆTT´ÚN AÐ DANSA eftir Guðmund Ólafsson flutt í útvarpsleikhúsinu. Leikstjóri er Erling Jóhannesson og hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson um.

    Gamall maður glímir við elliglöp þar sem hann reynir að þrauka daginn í íbúð sinni. Skil milli veruleika og ímyndunar, nútíðar og fortíðar eru óljós. Minningar, sumar óþægilegar aðrar hugljúfar, vitja hans, en undir niðri kraumar sífellt hugsunin um að hann hafi brugðist þeim sem stóðu honum næst.

    Persónur og leikendur:
    Gamli:  Guðmundur Ólafsson
    Gamli, yngri: Guðmundur Ólafsson
    Gamli, yngstur:  Sigurður Tómas Víðisson
    Eiginkonan: Halldóra Rósa Björnsdóttir
    Kvenmaðurinn: Sara Marti Guðmundsdóttir

     

    SKAPALÓN

    SKAPALÓN verður á dagskrá Útvarpsleikhússins á sunnudögum frá 10. maí – 14. júní kl. 13:00. Þættirnir eru sex talsins og umsjón sjá þeir Árni Kristjánsson og Magnús Örn Sigurðsson um.

    SKAPALÓN eru þættir þar sem ýmis leikverk leiklistarsögunnar sett í nýtt samhengi. Í hverjum þætti er eitt verk til grundvallar, merking þess og þemu fengin að láni og efniviðurinn notaður til að móta skapalón sem birtir forvitnilega mynd af íslenskum veruleika.

     

    Framundan í Úvarpsleikhúsinu:

    Sunnudagur 10. maí: …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal.

    Sunnudagur 17. maí: Afmælisveislan eftir Harold Pinter.

    Sunnudagur 24. maí: Súldarsker eftir Sölku Guðmundsdóttur.

    Sunnudagur 31. maí: Ríkarður III eftir William Shakespeare.

    Sunnudagur 7. júní: Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen.

    Sunnudagur 14. júní: Rómúlus mikli eftir Friedrich Dürrenmatt.

     

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!