South Park: stærra, lengra og óklippt
Leikfélagið Verðandi kynnir, í fyrsta skipti á Íslandi, SOUTH PARK: stærra, lengra og óklippt eftir samnefndri kvikmynd Tray Parker og Matt Stone.
Stan, Kyle, Cartman og Kenny búa í South Park, fjallabæ í Colorado í BNA. Þegar þeir sjá hina bönnuðu kanadísku kvikmynd „Logandi rassar“ breytist líf þeirra til muna. Drengirnir læra blótsyrði og sorakjaft af myndinni sem breyðist út meðal barna í South Park. Mæður drengjanna taka málin í sínar hendur, stofna samtök gegn Kanada og fyrr en varir eru BNA komin í blóðugt stríð gegn nágrönnum sínum í norðri. Verkið er háðsdeila á pólitíska rétthugsun og fleira.
Aldurstakmark er 12 ára inn á sýninguna.
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn
Hægt að kaupa miða hér: https://tix.is/is/event/2601/south-park/
Fleiri upplýsingar um sýninguna og Leikfélagið Verðandi er á facebook síðu þeirra Leikfélagið Verðandi í FG.