Skógarbrúðkaup á Sólheimum
Leikfélag Sólheima frumsýndi að venju á Sumardaginn fyrsta. Í ævintýraskóginum hittum áhorfendur hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og Mikka ref, Öskubusku, Rauðhettu, Karíus, Baktus og Kaktus og fleiri. Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað í lífi þeirra og umhverfi sem þau reyna að takast á við. Þegar konungurinn býður öllum í brúðkaupsveislu Prinsins, með ákveðnum skilyrðum, er þeim vandi á höndum!
Það er mikill heiður fyrir leikfélagið að endurnýja kynnin við leikstjórann og höfundinn, Magnús J. Magnússon en hann starfaði á Sólheimum öll sumur frá 1980–1988 og stjórnaði þar slátturhóp. Á þessum árum setti hann upp þrjár sýningar með Leikfélagi Sólheima. 1983 setti hann upp Hópinn og 1984 leikverkið Lífmyndir. Farið var með þá sýningu í 6 vikna leikferð um Ísland og og víða um Norðurlönd.
Tónlist er í umsjón Hallbjörns V. Rúnarssonar (Halla Valla). Leikmynd var unnin og sett upp af smíðastofu og búningar voru í umsjón vefstofu. Yfir fjörutíu einstaklingar koma að sýningunni, þar af 32 leikarar. Það má því með sanni segja að þetta sé stór og kraftmikil sýning þar sem allir fá hlutverk við hæfi.
Sýningar fara vel af stað og var uppselt á frumsýningu á fimmtudaginn 20. Apríl. Þá var þétt setið á sýningum um helgina og eru næstu sýningar laugardag 29. apríl, sunnudag 30. apríl og 1. maí, alltaf kl. 14:00. Miðasala er í síma 847-5323.
Leikhópurinn vonast til að sjá sem flesta um helgina og minnir á að það er alltaf sól á Sólheimum.