Sjö ævintýri um skömm með flest verðlaun á grímunni
Leikritið Sjö ævintýri um skömm varð hlutskarpast á Grímunni í ár með fékk alls sex verðlaun og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022.
Þetta er í tuttugastsa skipti sem íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt en hátíðin var fyrst haldin þann 16. júní árið 2003.
Sýning ársins var 9 líf og hlaut leikritið alls þrenn verðlaun en Halldóra Geirharðsdóttir hlaut bæði verðlaunin Leikkona ársins í aðalhlutverki og Söngvari ársins.
Sýningarnar Rómeó og Júlía og AIŌN hrepptu einnig þrenn verðlaun hvor og var Emil í Kattholti valin Barnasýning ársins.
Heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir ævistarf sitt.
Vinningshafana má sjá hér að neðan.
Sýning ársins
9 Líf
Eftir Ólaf Egil Egilsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikrit ársins
Sjö ævintýri um skömm
Eftir Tyrfing Tyrfingsson
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins
Stefán Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikari ársins í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikari ársins í aukahlutverki
Vilhjálmur B Bragason
Skugga Sveinn
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikkona ársins í aukahlutverki
Margrét Guðmundsdóttir
Ein komst undan
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Búningar ársins
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Lýsing ársinsHalldór Örn Óskarsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Tónlist ársins
Anna Þorvaldsdóttir
AIŌN
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljóðmynd ársins
Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Söngvari ársins
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Dansari ársins
Shota Inoue
Rómeó <3 Júlía
Íslenski dansflokkurinn
Danshöfundur ársins
Erna Ómarsdóttir
AIŌN
Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Barnasýning ársins
Emil í Kattholti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022
Ólafur Haukur Símonarson