Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir er nokkurs konar konubarn!
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er ung kona, eða stelpa, eða barn. Ég er nokkurs konar konubarn og er að finna út hver tilgangur minn er hér í þessum heimi. Annars er ég samhliða því að setja upp sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu (Konubörn) ásamt því sem ég vinn í Borgarleikhúsinu, mun fljúga hjá Icelandair í sumar. Ég er einnig meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Sporðdreki.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég þjáist af miklum valkvíða og það einkennir einnig þessa ákvörðun mína. Mig langaði og langar enn að gera allt. Annars var leikkona, söngkona og heilaskurðslæknir ofarlega á lista ásamt því að ég vildi verða arkitektúr, fatahönnuður, forseti og sjoppukona.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Ætli það sé ekki hvað mér þykir vænt um fólkið í kringum mig og það getur stundum komið fram í blússandi meðvirkni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Mamma er besti kokkur í heimi svo allt sem hún eldar. Nema ef það er lax. Ég nefnilega hata lax.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Síðast sá ég Dúkkuheimilið í Borgarleikhúsinu. Mér fannst sýningin frábær, með betri leiksýningum sem ég hef séð.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Ég hef gaman að því að fara í leikhús og á tónleika í góðra vina hópi. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini og veit fátt betra en að verja tíma mínum með þeim.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Akkúrat núna hlusta ég mikið á tónlistarkonur eins og Erykuh Badu, Beyonce og Kelelu. Angel Haze þykir mér einnig áhugaverð í rappsenunni en ég leita mikið þessa dagana í svona sterkar og flottar konur fyrir innblástur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óheiðarleiki og svo á ég virkilega erfitt með óstundvísi annarra.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Hestvík við Þingvallavatn.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Grikkland. Ég bjó í Thessaloniki þegar ég var yngri og stefni á að fara þangað aftur vonandi sem fyrst.
Flytja til London eða New York?
New York.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.
Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Morgnanna.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Nöfn.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Konubarn.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Lélegur brandari er betri en engin brandari.