Sex í sama rúmi
Sex í sama rúmi fjallar um Philip og Joanna Markham sem eru hamingjusamlega gift. Philip er barnabóka útgefandi og vinnur á neðri hæð íbúðar þeirra hjóna, ásamt félaga sínum Henry Lodge sem er kvæntur en hviklyndur í hjónabandinu. Henry hefur talið Philip á að lána sér íbúðina þetta kvöld til að eiga ástarfund með nýjasta viðhaldinu. Linda, eiginkona Henry veit að hann er henni ótrúr og hún biður Joanna um að lána sér sömu íbúð til að hitta þar mann sem hún ætlar að sofa hjá til að hefna sín á Henry. Alistair Spenlow er í ástarsambandi við au-pair stúlku Markham hjónanna og þau hafa líka skipulagt ástarfund á staðnum þetta kvöld. Hvað gæti farið úrskeiðis?