Samdrættir
Eitt vinsælasta leikskálds og handritshöfundur Breta Mike Bartlett á heiðurinn af verkinu Samdrættir sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói föstudaginn 10. febrúar næstkomandi.
Í aðalhlutverkum eru leikkonurnar Þórunn Lárusdóttir og Íris Tanja Flygenring.
Í verkinu Samdrættir eftir Mike Bartlett mætast tvær konur, framkvæmdastjóri fyrirtækis og starfskraftur hennar, Emma. Þegar Emma telur sig vera ástfangna af Darren sakar yfirmaður hennar hana um brot á starfsmannareglum sem fela í sér að ekkert rómantískt eða kynferðislegt megi eiga sér stað á milli samstarfsfólks. Þegar Emma verður ólétt er komin upp krísa og leysa þarf vandamálið.
Samdrættir er hárbeitt ádeila á Mike Bartlett þar sem áhorfendum er boðið að vera fluga á vegg á starfsmannafundum Emmu og framkvæmdastjóra sem fer óvenjulegar leiðir og út fyrir öll mörk í stjórnunarháttum sínum sem verður til þess að mannvonska, grimmd og afmennskun fer fram í skjóli fyrirtækjastefnu, verkferla og vinnureglna.
Alls verða fimm sýningarkvöld á Samdráttum þann 10. Febrúar, 19. Febrúar, 23. Febrúar, 5. Mars og 12. Mars.
Sýningin er styrkt af menningarráðuneytinu með styrk úr sviðslistasjóði.