Saga Sigurðardóttir alltaf heilluð af innyflum!
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Fæddur Vesturbæingur með vestfirskt blóð, dansari, danshöfundur og guðfræðinemi. Um þessar mundir er ég að vinna að nýrri uppsetningu sem einn af meðlimum leikhópsins Sextán elskendur. Sýningin ber titilinn Minnisvarði og verður frumsýnd í byrjun mars í Tjarnarbíói. Hún mun bjarga mannslífum.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er fædd í krabbamerkinu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Mig langaði til þess að verða skurðlæknir! Ég var alltaf heilluð af innyflum.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Ég er rosalega kappsöm og það getur reynst vel, en líka illa þegar ég reyni að gera allt of mikið í einu og það endar með kaos og uppnámi. Sem betur fer á ég erfitt með að æsa mig, en gott með að hlæja.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Morgunmaturinn.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Ég sá nýlega Ekki hætta að anda, og var hrifin af kvenleikanum og ljóðrænunni.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Tónlist, talnaspeki og ýmis önnur dulræn viðfangsefni.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Tónlist sem samin var áður en ég fæddist.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Neikvæðni og þröngsýni.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Sjórinn.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Úff, erfitt! En ég gæti sagt lestar og matarmarkaðir. Og sjórinn.
Flytja til London eða New York?
New York
Eiga hund eða kött?
Hvorugt.
Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Lesa.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Rauðhaus.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Við verðum að muna að elska eins mikið og við getum, því við erum það sem við elskum.