Ronja Ræningjadóttir
Leikfélag Keflavíkur sýnir ævintýrið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren.
Leikritið fjallar um Ronju ræningjadóttur og ævintýri hennar með vini sínum Birki Borkasyni. Ronja hittir ýmsar verur í Matthíasarskógi m.a. grádverga, huldufólk og að sjálfsögðu litla krúttlega rassálfa.
Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna og við hvetjum alla til að gera sér góðan dag með fjölskyldunni og mæta á Ronju ræningjadóttur í Frumleikhúsinu.
Leikstjóri: Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
Danshöfundur og aðstoðarleikstjóri: Guðríður Jóhannsdóttir
Tónlistarstjóri: Sigurður Smári Hansson
Leiksýningin er sýnd í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17