Pínulitla Mjallhvít
Vart þarf að kynna Leikhópinn Lottu, sem hefur ferðast um landið í sextán ár með metnaðarfulla söngleiki fyrir börn á öllum aldri. Vegna Covid faraldursins þurfti hópurinn að draga seglin örlítið saman undanfarin tvö ár en sat þó ekki auðum höndum. Í sumar fóru þau um landið með þrjátíu mínútna sýningu unna upp úr sýningunni „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ sem hópurinn setti upp fyrir ellefu árum við góðar viðtökur. Sagan hefur verið sett í glænýjan búning, henni breytt örlítið til að standast tímans tönn og bera út fallegan boðskap eins og Lottu er von og vísa.
Nú gefst tækifæri til að sjá þessa bráðskemmtilegu sýningu á fjölum Tjarnarbíós.
Pínulitla Mjallhvít var einungis sýnd á einkaviðburðum í sumar og því eru eflaust margir sem fagna því að geta fengið sinn árlega Lottuskammt.
Sýningarfjöldi verður mjög takmarkaður svo það er um að gera að tryggja sér miða strax!
Handrit og leikstjórn: Anna Bergljót Thorarensen
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Þórunn Lárusdóttir.