Píkusögur! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Píkusögur!

    pikusögur stor

    Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára. Óhætt er að segja að það hafi hreyft við áhorfendum þegar það var frumsýnt árið 1996. Verkið samanstendur af einræðum kvenna sem allar hafa sögur að segja um píkur, ýmist sínar eigin eða annarra kvenna píkur. Sumar skoplegar og stundum drepfyndnar. Aðrar nístandi dramatískar og sorglegar.

    Eftir velgengni leikverksins stofnaði höfundurinn Eve Ensler, ásamt fleirum, V-dags samtökin sem hafa það að markamiði að vinna gegn ofbeldi á konum.

    Næsta sýning er sýnd í Gamla Bíói þann 4. apríl næstkomandi. Allur ágóði af þessar uppsetningu af Píkusögum mun renna til Kvennaathvarfsins.

    Píka er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna?



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!