Pabbinn finnur afann | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Pabbinn finnur afann

    PABBINN FINNUR AFANN er glænýtt íslenskt verk

    Leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson leiða nú saman hesta sína að nýju. Samstarf þeirra ættu flestir Íslendingar að þekkja því þúsundir hafa í gegnum tíðina séð uppsetningar þeirra og kvikmynd. Nú hins vegar standa þeir saman á sviði í fyrsta skiptið.  

    PABBINN FINNUR AFANN er að nokkru leiti vísun í leikverkin PABBINN, sem frumsýnt var í Iðnó 2007 og sýnt rúmlega hundrað sinnum um land allt, og AFINN sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu 2011 og einnig sýnt rúmlega hundrað sinnum um landið þvert og endilangt. Í báðum sýningunum sem voru einleikir, ásamt HELLISBÚINNHOW TO BECOME ICELANDIC og MAÐUR SEM HEITIR OVE sem og kvikmyndinni AFINN skiptu þeir félagar ávallt með sér verkum; á meðan annar lék, leikstýrði hinn. Nú í fyrsta skiptið standa þeir á saman á sviði. Sér til halds og trausts hafa þeir fengið góðvin sinn og vítamínsprautuna Guðjón Davíð Karlsson í leikstjórastólinn. Fyrir utan miklar vinsældir á Íslandi hafa sýningarnar PABBINN og AFINN verið sýndar í yfir tuttugu löndum á undanförnum árum og notið mikilla vinsælda.  

    PABBINN FINNUR AFANN er glænýtt íslenskt verk sem er í senn mjög fyndið og hjartnæmt. Verkið segir frá tveimur mönnum (pabba og afa) á leið í golf til Tenerife, en vegna seinkunar þurfa þeir að hanga í marga klukkutíma á Keflavíkurflugvelli. Gríðarleg flughræðsla afans og erfiðleikar í hjónabandi pabbans, ásamt áskorunum í barnauppeldi, endalausum tækninýjungum og óumflýjanlegum eftirlaunaaldri eru aðeins nokkur af þeim krefjandi málum sem þeir félagar þurfa að kljást við á vellinum.  Eins og við er að búast munu þeir félagar spretta úr spori (ekki síst í hlutverkum töframannanna Siegfried & Roy) og líklegt að áhorfendur munu tárast, af bæði hlátri og gráti.

    Höfundur: Bjarni Haukur Þórsson
    Leikarar: Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson
    Leikstjóri: Guðjón Davíð Karlsson
    Tónlist og leikhljóð: Frank Hall
    Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánssson
    Hreyfimyndahönnun: Steinar Júlíusson
    Aðstoð við myndskreytingu: Natalia Bucior og Júlía Ósk Steinarsdóttir
    Leikmunir: Eva Björg Harðardóttir
    Tæknistjórn: Óðinn Eldon
    Framleiðsla: Íslenska leikhúsgrúppan ehf. 

    Sérstakar þakkir: RÚV, Þjóðleikhúsið og Jón Þorgeir Kristjánsson

    Sigurður Sigurjónsson og Guðjón Davíð Karlsson taka þátt í uppfærslunni með góðfúslegu leyfi Þjóðleikhússins



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!