Opinn samlestur á Mátulegum!
Þriðjudaginn 1. nóvember kl.13 verður opinn samlestur á Mátulegum, sviðsútgáfu kvikmyndarinnar DRUK eftir Thomas Vinterberg. Lesið verður í forsal Borgarleikhússins en frumsýning er 30. desember. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri leikstýrir og leikarar eru þeir Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson.
Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu – þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand.
Kaffi verður í boði og hægt er að panta veitingar frá Jómfrúnni hér eða í síma 568-8000.