Opin Samlestur hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
Í vetur ætlar Leikfélag Hafnarfjarðar að bjóða upp á mánaðarlega leiklestra í Kapellunni.
Föstudaginn 25. október verðuð boðið upp á verkið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar munu leiklesa verkið og er húsið opið almenningi.
Ef þig hefur langað að starfa með áhugaleikhúsi að þá er tilvalið að kíkja og hitta meðlimi LH og fræðast um starfið.
Aðgangur er ókeypis.