Óður og Flexa
Töfrar, áhætta, grín og glens!
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt íslenskt barnaverk sem hvorki börn né fullorðnir mega missa af. Óvæntir hlutir gerast þegar ofurhetjur halda afmæli og litríkir gestir mæta til leiks.
Bráðfyndið og skemmtilegt dansverk eftir Hannes Þór Egilsson og grímuverðlaunahafann Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.
Hér halda danshöfundarnir áfram að vinna með þessa bráðskemmtilegu karaktera sem þau kynntu fyrst til leiks á barnaleikhúshátíðinni Assitej 2014 við mikinn fögnuð áhorfenda.
Frumsýning 30. janúar Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu.
Miðaverð 2.500 kr.
Gefðu barninu ævintýralega jólagjöf með fallegu gjafabréfi á þetta skemmtilega barnaverk.
Gjafabréfið fæst í miðasölu Borgarleikhússins eða í gegnum síma 568 8000.
Þú færð tvo miða á Óður og Flexa halda afmæli ef þú velur sýninguna sem hluta af þínu Íd árskorti.