Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins er fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg.
Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýji kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt við hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson.
Tónlist: Valdimar Guðmundsson
Handrit: Sveinn Ólafur Gunnarsson & Ólafur Ásgeirsson
Hugmynd: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Viktoría Blöndal.
Aðstoð við handrit: Sviðslistahópurinn Alltaf í boltanum
Sviðsmynd & búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Lýsing Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste
Myndbönd: Ásta Jónína Arnardóttir
Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir
Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir
Starfsnemi: Ragnhildur Birta.
Leikarar á upptöku: Birgitta Birgisdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson.