Níu líf snýr aftur í Borgarleikhúsið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Níu líf snýr aftur í Borgarleikhúsið

    Valur Freyr Einarsson er einn hinna Níu bubba.

    Söng­leik­ur­inn Níu líf sem fjall­ar um líf Bubba Mort­hens fer aft­ur á svið í Borg­ar­leik­hús­inu þann 10. apríl. Rúmlega ár er liðið frá frumsýningu söngleiks­ins og eru leik­ar­ar nú mætt­ir aft­ur í leikhúsið til að æfa upp verkið.

    Aðeins náðust þrjár sýningar áður en heims­far­ald­ur­inn skall á. Rúm­lega 16 þúsund leik­hús­gest­ir hafa nú þegar tryggt sér miða á sýn­ing­una að því fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Borg­ar­leik­hús­inu. Það er því mikil eftirvænting hjá landanum eftir þessari sýningu.

    Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!