Nei Ráðherra í Vestmannaeyjum
Leikfélag Vestmannaeyja setur upp farsann Nei Ráðherra eftir Ray Cooney í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.
Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi með viðhaldinu sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú?
Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé í útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum eiginmönnum og -konum.
Sýningar:
Frumsýning 23.mars kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
2.sýning 24.mars kl. 20:00
3.sýning 25.mars kl. 20:00
4.sýning 26.mars kl. 20:00
MIÐASALA í síma 852-1940