Nei, ráðherra í Hveragerði
Leikfélag Hveragerðis frumsýnir föstudaginn 14. maí gamanfarsann Nei, ráðherra eftir Ray Cooney í þýðingui Gísla Rúnars Jónssonar en leikstjóri er Örn Árnason.
Lítil lygi vindur hratt uppá sig og úr verður ótrúleg lygaflækja. Hvern þarf að fela? Hver þarf hjólastól? Hver kom út úr skápnum ? Af hverju ætlar Adda að slíta undan Bibba? Hver er Bibbi? Er einhver dauður? Hver giftist? Og þá hverjum? Af hverju er þjónninn svona afskaplega ánægður? Og móttökustjórinn svona fúll? Hver er þessi Marteinn ? Af hverju kom Ragnar og af hverju er Hlédís ekki í vinnunni?
Margir kannast við verkið sem sýnt var í Borgarleikhúsinu leikárið 2010-2011 og naut feikilegra vinsælda. Leikfélag Hveragerðis hefur áður sýnt tvö verk eftir Cooney, Með Vífið Í Lúkunum árið 2013 og farsann Tveir Tvöfaldir sem sýndur var við miklar vinsældir árið 2019 Í mars fyrra þegar að hætta þurfti sýningum á “Þjóðsögu til næsta bæjar” vegna veirudruslunnar þá ákváðu þau í Leikfélagi Hveragerðis að setja á svið farsa og sýna þegar sýningar yrði leyfðar aftur. Talið var að fólk þyrfti virkilega á því að halda að hlæja almennilega eina kvöldstund. Æfingar hófust í byrjun mars og hafa gengið vel. Leikarar eru 10 skemmtileg blanda, af þaulreyndum leikurum, sumir með yfir 40 leikverk í sarpinum, en aðrir að stíga á svið í fyrsta sinn. Alls taka 23 þátt í uppsetningunni.
Frumsýning er 14. maí kl. 20.00 en annars eru næstu sýningar sem hér segir:
Laugardag 15 maí kl.20.00
Föstudag 21 maí kl. 20.00
Sunnudaginn 23 maí kl. 20.00
Miðapantanir í síma 8968522 og miðaverð er kr. 3000. 10 manna hópar 10 eða stærri kr. 2500.