Námskeið Ungleiks 2016
Verkin sem verða sýnd á Ungleik 2016 eru eftirfarandi:
Haglabyssu hjónaband – Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Hinn blóðugi máni – Reginn Tumi Kolbeinsson
Leikrit #3 – Stefán Gunnlaugur Jónsson
Stóri Björn og kakkalakkarnir – Matthías Tryggvi Haraldsson
101 – Viktoría Rún Þorsteinsdóttir
Námskeiðið/prufurnar eru á sunnudaginn, 18. september kl. 12:00 – 17:00 og kostar litlar 1500 kr.
Þorvaldur Sigurbjörn, listrænn stjórnandi Ungleiks, mun sjá um að stýra námskeiðinu.
Skráningar sendist á ungleikur@gmail.com, ath, takmarkað pláss! Takið fram fullt nafn og símanúmer.
Ungleikur var sett á laggirnar árið 2012, við stofnun félagsins var leitast við að mæta þörfinni fyrir virku leikhúslífi meðal yngri kynslóðar, sem væri óháð menntaskólunum. Félagið gengur útfrá því að öll nálgun að verkunum sé í höndum yngri kynslóðarinnar svo megi endurspegla nýjungagirni og sköpunargáfu þeirra af einstakri hreinskilni.
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg