MP5
„Byssur drepa ekki fólk – Fávitar með byssur drepa fólk“
MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðalyndum einstaklingum.
En þegar slys á sér stað um borð og MP5 hríðskotabyssa kemur uppúr neyðarkassanum vaknar spurningin hvort, og þá hvernig, best er að nota byssuna.
MP5 er ný íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni.
Vegna anna eru sýningarnar aðeins þrjár (allar kl. 20:00):
5. desember
12. desember
15. desember