Móðurharðindin
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna, þar sem kynhlutverkin eru stokkuð rækilega upp eftir Björn Hlyn Haraldsson.
Ólíkindatólið Friðrika er nýorðin ekkja og býr ein í gömlu, ríkmannlegu húsi. Hennar eini félagsskapur er húshjálpin Snæbjörn sem lætur lítið fyrir sér fara. Börnin hennar María og Arnmundur hafa ekki séð móður sína í mörg ár en snúa nú aftur á ættaróðalið til að fylgja föðurnum til grafar. Presturinn Svalbrandur gerir sitt besta til að fá rétta mynd af lífi hins látna en það leynist margt undir yfirborðinu og jarðarförin á eftir að setja líf þeirra allra úr skorðum.
Sprenghlægilegt uppgjör við fyrirbærið „fjölskyldu“ með bræðrunum Árna Pétri Guðjónssyni og Kjartani Guðjónssyni í aðalhlutverkum og hinum frábæru gamanleikurum Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Hallgrími
Frumsýnt 5. september í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.