Miðar til sölu á Grímuna!
Í ár er fyrsta skipti hægt að kaupa miða á Grímuna.
Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman 2015, verður haldin í 13. sinn með pompi og prakt 16. júní nk. á stóra sviði Borgarleikhússins. Mikið verður um dýrðir þetta kvöldið þar sem sviðslistafólk safnast saman til að skemmta sér og öðrum og gleðjast yfir undangengnu leikári.
Kynnar kvöldsins eru þeir bræður Kjartan og Árni Pétur Guðjónsson en þeir munu fá góða gesti á svið til sín og halda uppi stuðinu með gríni og glens. Fjöldi skemmtiatriða er á dagskrá svo ekki missa af þessum einstaka viðburði.